Erlent

Frumburðir traustir en með ofnæmi

Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. Örverpi eru líkleg til að vera lauslát. Það voru markaðsfyrirtæki sem fengu vísindamenn við bandaríska háskóla til að rannsaka hegðun fólks út frá því hvar í fæðingarröð móðurinnar það væri, og niðurstöðurnar eru sláandi. Rannsóknin var birt í tímaritinu Journal of Business Research og bendir til þess að fæðingarröðin hafi djúpstæð áhrif á þróun persónuleika fólks. Frumburðir eru, samkvæmt rannsókninni, traustir en ekki sérstaklega skapandi. Örverpi eru aftur á móti nýjungagjarnari. Því aftar í fæðingarröðinni sem fólk er, þeim mun meiri líkur eru á að það sé fremur róttækt bæði hvað varðar skoðanir á stjórnmálum, tísku og öðrum varningi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×