Innlent

Fleiri félög hugleiða málsókn

Komið hefur fram að eitt útgerðarfélag á landinu hefur ákveðið að krefjast skaðabóta vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna, en ekki verður um sameiginlega málsókn að ræða af hálfu LÍÚ. Aðstæður olíufélaganna munu vera misjafnar og ekki allir með sömu samninga við olíufélögin. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir skaðabótamál á hendur olíufélögunum enn til skoðunar hjá fyrirtækinu en bjóst við ákvörðun á næstunni um hvort farið yrði af stað með slíkt mál. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, taldi ólíklegt að höfðað yrði mál vegna fyrirtækisins en það væri þó enn í skoðun. Hann benti á að Síldarvinnslan hefði síðustu ár sameinast bæði SR Mjöli og Skipakletti á Reyðarfirði. "Hvað Síldarvinnsluna varðar höfum við ekki séð flöt á málsókn enn sem komið er en það kann að gilda annað um viðskipti SR Mjöls og aðrir samningar í gangi," segir Björgólfur og segir málið munu verða skoðað frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×