Innlent

Ný bensínstöð Atlantsolíu

Skóflustunga var tekin að nýrri bensínstöð Atlantsolíu í gær. Þetta verður sjötta bensínstöð Atlantsolíu og er áætlað að hún verði opnuð innan þriggja mánaða. Stöðin verður með svipuðu sniði og þær fyrri. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir þetta vera hluta af auknu samkeppnisafli sem fyrirtækið vilji veita neytendum og að forsvarsmenn Atlantsolíu sæki í að styrkja sig enn frekar á samkeppnismarkaði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tók fyrstu skóflustunguna að nýju stöðinni, sem meðal annars er ætlað að þjóna íbúum Grafarvogs, Grafarholts og Mosfellsbæjar. Stöðin mun rísa að Bíldshöfða á lóð Húsgagnahallarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×