Erlent

Segir uppreisnarmenn innan hers

Uppreisnarmenn hafa náð að lauma sér inn í írakskar öryggissveitir. Þetta sagði ráðgjafi Íraksstjórnar í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann sagðist þó ekki vita hve mikið af uppreisnarmönnum væru innan raða öryggissveitanna. Mikil spenna virðist komin upp milli breskra og írakskra stjórnvalda eftir að breskar hersveitir brutust inn í fangelsi í Basra í fyrradag til að frelsa þaðan tvo breska fanga. Talsmenn breskra stjórnvalda segja aðgerðina fullkomlega réttmæta enda hafi handtaka mannanna verið ólögleg og þeir færðir í hendurnar á herskáum sjítum sem hafi stofnað lífi þeirra í hættu. Hjá írökskum stjórnvöldum kveður við annan tón. Þar er sagt að mennirnir hafi skotið að lögreglumönnum og drepið einn þeirra án þess að tilefni hafi verið til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×