Mestu óeirðir í nær áratug 11. september 2005 00:01 Eldarnir í Belfast loguðu fram eftir degi í kjölfar mestu óeirða síðari ára sem brutust út í Belfast í fyrrinótt. Þúsundir baráttumanna úr röðum mótmælenda gengu berserksgang eftir að yfirvöld bönnuðu þeim að ganga um hverfi kaþólikka til að minnast sigra mótmælenda á kaþólikkum fyrr á öldum. Mótmælendurnir réðust á lögreglumenn og breska hermenn, kveiktu í bílum og unnu margvísleg önnur skemmdarverk. Mestar voru óeirðirnar í Belfast, höfuðstað Norður-Írlands, en þær breiddust út til sjö þorpa og kaupstaða þar sem mótmælendur eru í miklum meirihluta íbúanna. Að sögn Hugh Orde, yfirmanns lögreglunnar, slösuðust 32 lögreglumenn í bardögum við óeirðaseggi aðfaranótt sunnudags og fram eftir degi. Hann sagði að þeir sem fóru fremstir í flokki þeirra sem voru með ólæti hefðu verið drukknir fullorðnir mótmælendur og táningspiltar. Orde sagði þó að tvenn samtök mótmælenda sem eru bönnuð vegna ofbeldisverka félagsmanna sinna hefðu skipulagt óeirðirnar, það eru samtökin Varnarlið Ulster og Sjálfboðaliðar Ulster. Meðal þess sem lögreglumenn fundu var aðstaða til sprengjugerðar. Mótmælendur á Norður-Írlandi hafa ekki staðið fyrir jafn útbreiddum óeirðum og í fyrrinótt frá árinu 1996, þá stóðu óeirðirnar yfir í fjórar nætur í röð. Talsmenn Óraníureglunnar, samtaka mótmælenda, gagnrýndu lögreglu fyrir harkalegar aðgerðir þegar ganga mótmælenda hófst og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið eins og þær gerðust verstar. Erlent Fréttir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Eldarnir í Belfast loguðu fram eftir degi í kjölfar mestu óeirða síðari ára sem brutust út í Belfast í fyrrinótt. Þúsundir baráttumanna úr röðum mótmælenda gengu berserksgang eftir að yfirvöld bönnuðu þeim að ganga um hverfi kaþólikka til að minnast sigra mótmælenda á kaþólikkum fyrr á öldum. Mótmælendurnir réðust á lögreglumenn og breska hermenn, kveiktu í bílum og unnu margvísleg önnur skemmdarverk. Mestar voru óeirðirnar í Belfast, höfuðstað Norður-Írlands, en þær breiddust út til sjö þorpa og kaupstaða þar sem mótmælendur eru í miklum meirihluta íbúanna. Að sögn Hugh Orde, yfirmanns lögreglunnar, slösuðust 32 lögreglumenn í bardögum við óeirðaseggi aðfaranótt sunnudags og fram eftir degi. Hann sagði að þeir sem fóru fremstir í flokki þeirra sem voru með ólæti hefðu verið drukknir fullorðnir mótmælendur og táningspiltar. Orde sagði þó að tvenn samtök mótmælenda sem eru bönnuð vegna ofbeldisverka félagsmanna sinna hefðu skipulagt óeirðirnar, það eru samtökin Varnarlið Ulster og Sjálfboðaliðar Ulster. Meðal þess sem lögreglumenn fundu var aðstaða til sprengjugerðar. Mótmælendur á Norður-Írlandi hafa ekki staðið fyrir jafn útbreiddum óeirðum og í fyrrinótt frá árinu 1996, þá stóðu óeirðirnar yfir í fjórar nætur í röð. Talsmenn Óraníureglunnar, samtaka mótmælenda, gagnrýndu lögreglu fyrir harkalegar aðgerðir þegar ganga mótmælenda hófst og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið eins og þær gerðust verstar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira