Sextán björguðust úr eldsvoðanum 11. september 2005 00:01 Sextán manns, þar af tólf konur, björguðust úr brennandi svefnskála Impregilo við Kárahnjúka í nótt. Einn maður var fluttur til Egilsstaða til meðferðar vegna reykeitrunar en öðrum varð ekki meint af. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi sendi boð um eldinn um klukkan hálfeitt í nótt og um svipað leyti varð fólk á staðnum vart við eldsvoðann sem virðist hafa kviknað í anddyri skálans. Leó Sigurðsson, öryggisstjóri við Kárahnjúka, segir að þar hafi verið sprittkerti. Þeir sem voru inni í skálanum, urðu mjög fljótt varir við eldinn og allir komust út af eigin rammleik áður en eldurinn náði að breiðast út. Þegar slökkvilið kom að var búið að slökkva stærstan hluta eldsins en mikill reykur var á staðnum. Leó segir að tveir reykkafarar hafi verið sendir inn í skálann til að ganga úr skugga um að enginn væri inni í honum sem reyndist og vera. Í framhaldinu var hafist handa við að reykræsta skálann. Töluverðar skemmdir urðu inni í skálanum, einkum í anddyrinu þar sem eldurinn kom upp en líka í lofti og á veggjum í ganginum. Tólf konur frá Íslandi, Portúgal, Taílandi og Filippseyjum búa í skálanum sem er svokallaður dömuskáli og er með sautján herbergjum. Fjórir karlmenn voru líka inni þegar eldurinn kom upp og einn þeirra reyndi að slökkva með handslökkvitæki áður en slökkvilið vinnusvæðisins kom að staðnum. Hann fékk snert af reykeitrun og var fluttur á sjúkrahús, en jafnaði sig fljótt og var útskrifaður í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sextán manns, þar af tólf konur, björguðust úr brennandi svefnskála Impregilo við Kárahnjúka í nótt. Einn maður var fluttur til Egilsstaða til meðferðar vegna reykeitrunar en öðrum varð ekki meint af. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi sendi boð um eldinn um klukkan hálfeitt í nótt og um svipað leyti varð fólk á staðnum vart við eldsvoðann sem virðist hafa kviknað í anddyri skálans. Leó Sigurðsson, öryggisstjóri við Kárahnjúka, segir að þar hafi verið sprittkerti. Þeir sem voru inni í skálanum, urðu mjög fljótt varir við eldinn og allir komust út af eigin rammleik áður en eldurinn náði að breiðast út. Þegar slökkvilið kom að var búið að slökkva stærstan hluta eldsins en mikill reykur var á staðnum. Leó segir að tveir reykkafarar hafi verið sendir inn í skálann til að ganga úr skugga um að enginn væri inni í honum sem reyndist og vera. Í framhaldinu var hafist handa við að reykræsta skálann. Töluverðar skemmdir urðu inni í skálanum, einkum í anddyrinu þar sem eldurinn kom upp en líka í lofti og á veggjum í ganginum. Tólf konur frá Íslandi, Portúgal, Taílandi og Filippseyjum búa í skálanum sem er svokallaður dömuskáli og er með sautján herbergjum. Fjórir karlmenn voru líka inni þegar eldurinn kom upp og einn þeirra reyndi að slökkva með handslökkvitæki áður en slökkvilið vinnusvæðisins kom að staðnum. Hann fékk snert af reykeitrun og var fluttur á sjúkrahús, en jafnaði sig fljótt og var útskrifaður í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira