Erlent

Grannt fylgst með næsta fellibyl

Íbúar Bandaríkjanna fylgjast nú grannt með næsta fellibyl sem líklegur er til að ganga þar á land en sá hefur fengið nafnið Ófelía. Í nótt var hann um 200 mílur frá landi og að sögn sérfræðinga eru Norður- og Suður-Karólína, og hugsanlega nyrsti hluti Flórída, í mestri hættu. Ekki hefur þó enn þótt ástæða fyrir fólk að yfirgefa heimili sín og eru vonir bundnar við að Ófelía dofni áður en hún nær landi líkt og raunin varð með hitabeltisstormana Maríu og Nate. Ófelía er sjöundi fellibylurinn sem kemur upp að austurströnd Bandaríkjanna á þessu fellibyljatímabili en það hófst í byrjun júní og lýkur í enda nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×