Innlent

Hættulegt og óforsvaranlegt

Hæstiréttur felldi nið­ur greiðslu skaðabóta og sektar sem Héraðs­dóm­ur Reykjavíkur ­dæmdi í mars­lok lögreglumann til að ­greiða fyrir að hafa ekið lögreglubíl í veg fyrir mótorhjól við Ægi­síðu í Reyk­ja­vík næstum ári fyrr.

Ökumanni bifhjólsins höfðu verði dæmdar 195.000 krónur í bætur, en Hæstiréttur taldi kröfuna vanreifaða og vísaði henni frá dómi. Dómurinn taldi hins vegar bæði hættulegt og óforsvaranlegt af lögreglumanninum að aka í veg fyrir hjólið. Fyrr um kvöldið ­­haf­ði­­ lögregla elt hóp bif­hjóla­manna fyrir ofsaakstur.

Hæstiréttur ákvað að fresta refs­ingu lögreglumannsins í tvö ár og hún fellur niður haldi hann skil­orð þann tíma. Litið var til þess að maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×