Erlent

Frönsk stjórnvöld gefa leyfi

Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, fer fyrir leiðtogahópnum en eiginkona Arafats, Shua Arafat, er á móti því að þeir fái að hitta hann. Leiðtogarnir hættu við förina í gærmorgun vegna harðrar andstöðu hennar en hún sakar leiðtogana um samsæri og að ætla að grafa Arafat lifandi. Leiðtogarnir flugu frá Amman í Jórdaníu til Frakklands og ætla að ráðfæra sig við lækna Arafats, sem liggur á milli heims og helju í öndunarvél, og funda með frönskum yfirvöldum. Þeir segja Arafat ekki í einkaeigu eiginkonu sinnar og gagnrýndu hana í gær fyrir að reyna að koma í veg fyrir heimsókn þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×