Innlent

Bankamenn semja

Laun bankamanna hækka um fimmtán til nítján prósent samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningi Sambandi bankamanna og Samtaka atvinnulífsins. Ríkisútvarpið greindi frá því að laun gjaldkeri sem hafi verið með 170 þúsund í mánaðarlaun hækki um 40 þúsund krónur á samningstímanum, eða um ríflega 23 prósent. Laun þjónustufulltrúa sem hafi verið með 210 þúsund hækki einnig um 40 þúsund sem eru nítján prósent. Samningstíminn er til 1. október 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×