Innlent

Mistök við byggingu Mýrinnar

Verið er að skipta um klæðningu á íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. Húsið var tekið í notkun í byrjun septembermánaðar. Eiríkur Bjarnason bæjarverkfræðingur segir að í ljós hafi komið við eftirlit um mitt sumar að klæðningin uppfyllti ekki kröfur sem birtust í útboðsgögnum. Íslenskir Aðalverktakar, sem byggðu húsið, hafi ákveðið að ljúka byggingu þess og skipta plötununum út síðar í samstarfi við birgjann sinn, Byko, sem ekki hafi afhent rétt efni. Bærinn beri ekki skaða af mistökunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×