ÍF valdi íþróttafólk ársins 9. desember 2004 00:01 Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk ársins hjá fötluðum og fengu þau verðlaun afhent í veglegu hófi í boði Radisson SAS-hótelsins á Hótel Sögu á miðvikudaginn. Kristín Rós var að fá þessi verðlaun tíunda árið í röð en Gunnar Örn var einnig íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Það kom örugglega fáum á óvörum að Kristín Rós var kosin íþróttakona ársins hjá fötluðum í gær og það er tíunda árið í röð sem hún fær þessa stærstu viðurkenningu fatlaðs íþróttafólks hér á landi. "Undanfarin ár hafa gengið öll rosalega vel hjá mér og þetta ár er á meðal þeirra bestu á ferlinum," segir Kristín Rós, sem á dögunum fékk bæði verðlaun frá sjónvarpsstöðinnni Eurosport sem besta íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra og eins var hún kosin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi. "Þetta var heljarmikið og stórt ár," segir Kristín Rós. "Það er svolítil pressa á manni að standa sig. Ég er nú reyndar róleg manneskja og er ekki að láta þetta stressa mig mikið og það hefur gengið ágætlega að vinna með þessa pressu," sagði Kristín Rós, sem er ekki viss um hvað tekur við hjá henni. "Stundum er gott að hætta á toppnum. Ég ætla mér að hugleiða framhaldið, ætla að klára námið sem ég er í og taka því rólega á næstunni. Ég er búin að æfa tíu sinnum í viku í heilt og ár og mér finnst þetta vera orðið gott í bili," sagði Kristín Rós, sem er á leiðinni að útskrifast sem myndlistarkennari í vor. "Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og hvetur mig áfram að æfa og halda áfram að bæta mig," sagði Gunnar Örn, hæstánægður með viðurkenninguna, en hann á að baki frábært ár. Hápunkturinn var örugglega á Global Games í Svíþjóð. Á þessum heimsleikum þroskaheftra (Global Games) nældi hann sér í þrjú gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Að auki setti Gunnar 6 Íslandsmet, 4 heimsmet og var valinn sundmaður mótsins en vegna deilna innan Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra og samtaka þroskaheftra íþróttamanna, varð ekkert úr þátttöku þroskaheftra á Ólympíuleikunum í Aþenu og komu Heimsleikarnir í staðinn. Gunnar segist hafa verið svekktur þegar í ljós kom að ekki yrði farið á Ólympíuleikana í Aþenu. "Mér gramdist það mjög í svona tvo daga en þegar ég frétti að Global Games kæmi í staðinn setti ég mig í startholurnar fyrir þá keppni. Það þýddi ekkert að svekkja sig enda Global Games fín sárabót og ég náði að toppa sjálfan mig þar, sem var mjög gaman," sagði Gunnar en hann er ákveðinn í því að halda sama dampi og ná enn betri árangri. "Stefnan er alltaf sú sama, að gera betur en maður hefur gert. Ég er jú bara tvítugur þannig að ég held ég eigi eitthvað eftir." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk ársins hjá fötluðum og fengu þau verðlaun afhent í veglegu hófi í boði Radisson SAS-hótelsins á Hótel Sögu á miðvikudaginn. Kristín Rós var að fá þessi verðlaun tíunda árið í röð en Gunnar Örn var einnig íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Það kom örugglega fáum á óvörum að Kristín Rós var kosin íþróttakona ársins hjá fötluðum í gær og það er tíunda árið í röð sem hún fær þessa stærstu viðurkenningu fatlaðs íþróttafólks hér á landi. "Undanfarin ár hafa gengið öll rosalega vel hjá mér og þetta ár er á meðal þeirra bestu á ferlinum," segir Kristín Rós, sem á dögunum fékk bæði verðlaun frá sjónvarpsstöðinnni Eurosport sem besta íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra og eins var hún kosin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi. "Þetta var heljarmikið og stórt ár," segir Kristín Rós. "Það er svolítil pressa á manni að standa sig. Ég er nú reyndar róleg manneskja og er ekki að láta þetta stressa mig mikið og það hefur gengið ágætlega að vinna með þessa pressu," sagði Kristín Rós, sem er ekki viss um hvað tekur við hjá henni. "Stundum er gott að hætta á toppnum. Ég ætla mér að hugleiða framhaldið, ætla að klára námið sem ég er í og taka því rólega á næstunni. Ég er búin að æfa tíu sinnum í viku í heilt og ár og mér finnst þetta vera orðið gott í bili," sagði Kristín Rós, sem er á leiðinni að útskrifast sem myndlistarkennari í vor. "Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og hvetur mig áfram að æfa og halda áfram að bæta mig," sagði Gunnar Örn, hæstánægður með viðurkenninguna, en hann á að baki frábært ár. Hápunkturinn var örugglega á Global Games í Svíþjóð. Á þessum heimsleikum þroskaheftra (Global Games) nældi hann sér í þrjú gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Að auki setti Gunnar 6 Íslandsmet, 4 heimsmet og var valinn sundmaður mótsins en vegna deilna innan Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra og samtaka þroskaheftra íþróttamanna, varð ekkert úr þátttöku þroskaheftra á Ólympíuleikunum í Aþenu og komu Heimsleikarnir í staðinn. Gunnar segist hafa verið svekktur þegar í ljós kom að ekki yrði farið á Ólympíuleikana í Aþenu. "Mér gramdist það mjög í svona tvo daga en þegar ég frétti að Global Games kæmi í staðinn setti ég mig í startholurnar fyrir þá keppni. Það þýddi ekkert að svekkja sig enda Global Games fín sárabót og ég náði að toppa sjálfan mig þar, sem var mjög gaman," sagði Gunnar en hann er ákveðinn í því að halda sama dampi og ná enn betri árangri. "Stefnan er alltaf sú sama, að gera betur en maður hefur gert. Ég er jú bara tvítugur þannig að ég held ég eigi eitthvað eftir."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira