Erlent

Evrópa axli sinn hlut í Írak

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fundi með utanríkisráðherrum bandalagsins í dag að tengslin við Bandaríkin væru undir því komin að Evrópuríki axli sinn hlut í öryggismálum í Írak og Afganistan. Bandaríkjamenn ætlast til þess að Evrópuríki komi með boð um að veita aðstoð í báðum löndum á fundi NATO sem haldinn verður í lok febrúar á næsta ári. George Bush, forseti Bandaríkjanna, mun sækja þann fund til þess að reyna að bæta sambúðina við Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×