Innlent

Lækka niðurgreiðslur á mat

Ákveðið hefur verið að lækka niðurgreiðslur til skólamötuneyta í Reykjavík um 20 krónur á máltíð til að koma til móts við kröfu um hagræðingu hjá Fræðsluráði Reykjavíkur. Skólamáltíðir gætu því hækkað um 400 krónur á mánuði. Stefán Jón Hafstein segir að stefnt sé að því að fólk finni ekki fyrir þessu með því að auka magninnkaup og fjölga útboðum. Nú kostar heit máltíð í skólum borgarinnar á bilinu 200 - 280 krónur máltíðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×