Innlent

ESB aflétti banni á fiskimjöli

EFTA-ríkin Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein skora á Evrópusambandið að aflétta eins fljótt og kostur er banni á notkun fiskimjöls í fóðri. Þetta kom fram á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag en það er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EFTA og ESB innan evrópska efnahagssvæðisins. Geir Haarde fjármálaráðherra stýrði fundinum í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra en Ísland lýkur formennsku í ráðinu um áramótin. Framkvæmdastjórn ESB hefur áformað að aflétta banni á notkun fiskimjöls í fóðri og lýstu EFTA-ríkin yfir ánægju með þau áform en Ísland hefur þar mikilla hagsmuna að gæta. Á fundi EES-ráðsins fjölluðu ráðherrarnir einnig meðal annars um horfur í Mið-Austurlöndum, samvinnu við Afríkusambandið á sviði öryggismála, samskiptin við Rússland og þróun mála í Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×