Innlent

Fimm milljónasti Kringlugesturinn

Fimm milljónasti viðskiptavinurinn á þessu ári kemur í Kringluna klukkan þrjú í dag og verður tekið hátíðlega á móti honum. Búist er við að heimsóknir í verslunarmiðstöðina verði tæplega 5,5 milljónir á árinu og er það aukning frá síðasta ári. Hermann Guðmundsson, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að útlit sé fyrir að þetta ár verði besta ár verslunarmiðstöðvarinnar frá upphafi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×