Innlent

Ferðamenn fara víðar um landið

Ákjósanlegustu ferðamennirnir halda áfram að koma hingað til lands og dreifast nú meira um landið en áður, að mati Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra á nýjustu könnun á erlendum sumargestum. Hann segir að það sem veki helst athygli að hans mati sé að samsetning hópsins hefur nánast verið óbreytt þau átta ár sem könnununin hefur verið gerð. „Meðalgesturinn“ er, og hefur verið nánast allan tímann, 45 ára gamall, vel menntaður og vel stæður og kemur til Íslands fyrst og fremst vegna einstakrar náttúru landsins. Aðalbreytingin er fólgin í því að sumargestirnir eru farnir að ferðast víðar um landið og sækja sér meiri afþreyingu, m.a. til Vestfjarða sem voru vinsælli í sumar en nokkurn tíma áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×