Innlent

Framlög til ferðamála lækka mikið

Fjárveitingar til markaðsverkefna í ferðaþjónustu verða 150 milljónir samkvæmt fjárlögum. Það er 170 milljónum króna lægri upphæð en veitt var í verkefnið á þessu ári. Lækkunin nemur þeirri upphæð sem varið var í samstarfsverkefni erlendis á þessu ári. Einstaka fyrirtæki hafa túlkað verkefnið sem ríkisstyrki til ferðaþjónustufyrirtækja og Iceland Express lagði þess vegna fram kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þessar háværu raddir hafi eðlilega náð eyrum ráðamanna og því hafi fjárframlögin verið skorin niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×