Sport

Carvalho kokhraustur

Portúgalski varnarmaðurinn hjá Chelsea, Ricardo Carvalho, getur ekki beðið eftir því að lið hans mæti Barcelona, efsta liðinu á Spáni, í Meistaradeildinni, en liðin drógust saman í 16-liða úrslitum. Carvalho, sem vann bikarinn með Porto í fyrra, telur að leikirnir verði hin besta skemtun. "Það sorglega er að annað liðið þarf að detta út því bæði eiga þau skilið að fara áfram." sagði Carvalho í dag. "Mér finnst það leiðinlegt fyrir þeirra hönd, en við förum áfram. Ég hef mikið sjálfstraust." Fyrri leikurinn verður í Barcelona þann 23. febrúar en sá seinni á Stamford Bridge tveim vikum síðar. "Þeir eru að spila mjög vel en það erum við sömuleiðis að gera og við eigum síðari leikinn á heimavelli sem er mjög mikilvægt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×