Erlent

Leystur úr fangelsi fyrir mistök

Foringja hryðjuverkamannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengjuárásirnar á lestarstöðvum í Madríd. Lamari var fyrst handtekinn árið 1997 vegna gruns um tengsl við alsírsk hryðjuverkasamtök. Fjórum árum síðar var hann dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar. Í apríl 2002 ákvað undirréttur hins vegar að milda dóminn yfir honum og sleppa honum úr haldi tveimur mánuðum síðar nema Hæstiréttur Spánar legðist gegn því. Hæstiréttur hafnaði milduðum dómi þremur vikum áður en sleppa átti Lamari. Einhverra hluta vegna tók það mánuð að koma þeim skilaboðum hæstaréttar til lægra dómstigsins og því var honum sleppt úr haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×