Erlent

Nýtt tilfelli kúariðu

Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis. Kúariða eyðir heila dýra sem þjást af henni og er ólæknandi. Fyrir tveimur árum greindu Ítalir fyrsta tilfelli Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins, sem er það tilbrigði kúariðu sem smitast í menn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×