Erlent

Þremur nótum bætt við

Tvær nótur bættust við heimsins lengsta tónverk í mannlausri kirkju í Þýskalandi í gær. Flutningur tónverksins hófst fyrir þremur árum en hann mun í heild taka 639 ár. Tónverkið er leikið á orgel og hófst með þögn í september 2001. Þrjár nótur bættust við í febrúar á síðasta ári og mynda hljóm með hinum tveimur sem bættust við í gær. Lóð eru notuð til þess að halda hljómnum lifandi árum saman. Hljómurinn mun óma þar til í mars 2006 þegar tvær nótur verða fjarlægðar úr honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×