Erlent

Forstjóri Enron ákærður

Eftir þriggja ára flókna rannsókn hefur Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkurisans Enron, verið ákærður. Enron fór á hausinn í kjölfar þess að greint var frá gríðarlegu bókhaldsfalsi og leynilegum samningum til að fela skuldir fyrirtækisins og þar með falsa gróðatölur. Á þeim tíma var Enron sjöunda stærsta einkafyrirtæki í Bandaríkjunum. Kenneth Lay var með þekktustu forstjórum Bandaríkjanna og náinn vinur George Bush forseta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×