Erlent

Óttast árásir al-Kaída

Al-Kaída hryðjuverkasamtökin stefna að árás á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar þar í landi í nóvember. Þessu lýsti Tom Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, yfir í dag. Hann segir að tilgangur samtakanna sé að trufla framgang lýðræðisins í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær árásirnar verða gerðar en Ridge segir að leyniþjónustumenn vinni hörðum höndum til að komast að því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×