Erlent

Óttast hryðjuverk í Bandaríkjunum

Tom Ridge, landvarnaráðherra Bandaríkjanna ætlar að herða öryggisgæslu eftir því sem nær dregur forsetakosningum af ótta við að Al-Kaída reyni að fremja hryðjuverk um þær mundir eins og gert var fyrir kosningar á Spáni í mars síðastliðnum. Ridge segist hafa áreiðanlegar heimildir þess efnis að Al-Kaída ætli að láta til skarar skríða á næstu mánuðum. Bandarísk sjórnvöld eru þegar farin að íhuga hvernig best má tryggja öryggi í kringum kjörstaði í forsetakosningunum í haust og mikill viðbúnaður er vegna landsfundar demókrata í þessum mánuði og landsfundar repúblikana í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×