Sport

Baros frá í þrjár vikur

Enn aukast framherjavandræði Liverpool því í dag varð ljóst að Tékkinn Milan Baros, markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 10 mörk, verður frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðsla aftan í læri. Baros varð fyrir meiðslunum í landsleik gegn Makedóníu í gær og þurfti að fara af velli eftir aðeins 17 mínútur. Meiðsli Baros koma á versta tíma, þar sem Liverpool er að ganga inn í mjög strembið tímabil þar sem liðið mun leika átta leiki á 25 dögum. Liverpool er þegar án Frakkans Dribjil Cisse, hins aðalmarkaskorara liðsins, sem fótbrotnaði illa á dögunum og verður frá í allt að 18 mánuði. Einu framherjarnir sem Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur úr að ráða þessa dagana eru unglstirnin Neil Mellor og Florent-Sinama Pongolle. Ekki er því ólíklegt að Benitez muni fjárfesta eitthvað þegar leikmannamarkaðurinn opnar í ný í janúar og hefur nafn Fernando Morientes helst verið nefnt í því sambandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×