„Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 22:10 Elvar skildi stundum ekkert í dómurum kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. Elvar sagði erfitt að kyngja tapinu en eftir þungt tap í gær var hann engu að síður stoltur af liðinu og liðsfélögum sínum. „Það er frekar erfitt en samt einhvern veginn ekki jafn erfitt og í gær finnst mér. Ég er bara það stoltur af liðinu að koma til baka eftir svona þungan dag í gær þar sem allir voru bara í hálfgerðu sjokki eftir hvernig við kláruðum það. Sýnir andlega styrkinn í liðinu að koma hérna og berjast fram á síðustu mínútu. Svo fannst mér tækifærið vera svolítið tekið af okkur.“ Elvar viðurkenndi fúslega að frammistaða dómaranna í lokin hefði farið í taugarnar á honum og þá ekki síst eftir að leikmaður Póllands viðurkenndi að hafa fiskað villu á Elvar. „Eðlilega. Ég fæ á mig U-villu í lokin þar sem hann krækir sér í mig og hendir sér yfir bakið á mér og það er dæmt að ég hafi hent honum yfir mig. Svo kemur sami einstaklingur mínútu síðar og biðst afsökunar: „Ég varð að gera þetta, ég varð að floppa.“ - Þannig að það er svolítið leiðinlegt að heyra að leikurinn að hafi að mestu leyti skýrst á þessu.“ Hann gat þó ekki erft þessa leikrænu tilburði við pólska leikmanninn. „Menn náttúrulega bara gera allt til að vinna og hann náði að fífla dómarana í þetta skiptið. Það verður bara að hafa það en svekkjandi að fá ekki bara að klára þetta sjálfir inni á vellinum í staðinn fyrir að klára þetta á vítalínunni sem meikar engan sens.“ Elvar sagði að það væri þungt að tapa leiknum á þennan hátt enda væri markmiðið að vinna leik á mótinu og það væri sárt að það væri ekki að takast. „Þegar þú undirbýrð þig fyrir eitthvað verkefni í marga marga mánuði og ert gjörsamlega að gefa líf og sál í alla þessa leiki en nærð ekki endamarkmiðinu. Finnst einhvern veginn ekki vera sanngjörn úrslit í þessu. Jú, þeir spiluðu frábærlega í dag og áttu þetta skilið en mér fannst bara mómentið tekið af okkur sem hefði bara verið hægt að sleppa og leyfa okkur að útkljá þetta. Þetta er mjög sárt en hvað getum við gert?“ Hvað geta íslensku strákarnir gert? Þeir geta tekið jákvæðu punktana úr þessum leik, þessa ótrúlegu endurkomu og baráttuandann sem liðið sýndi í kvöld. „Þetta er styrkurinn í liðinu, þessi andlegi styrkur. Mér fannst við eiga meira púður inni en þeir í lokin og var alveg sannfærður um að við myndum taka þetta. Bara svo ótrúlega svekkjandi að geta ekki klárað síðasta dæmið sem allir eru að bíða eftir. Þessir stuðningsmenn sem við erum með, okkur leið eins og við værum á heimavelli í dag. Þetta er hvílík upplifun og svo mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna svíður það svo ótrúlega mikið að fá ekki að klára einn leik. En við eigum Slóveníu næst og ég segi bara aftur. Við förum í þann leik til að vinna.“ Klippa: Elvar eftir leik EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Elvar sagði erfitt að kyngja tapinu en eftir þungt tap í gær var hann engu að síður stoltur af liðinu og liðsfélögum sínum. „Það er frekar erfitt en samt einhvern veginn ekki jafn erfitt og í gær finnst mér. Ég er bara það stoltur af liðinu að koma til baka eftir svona þungan dag í gær þar sem allir voru bara í hálfgerðu sjokki eftir hvernig við kláruðum það. Sýnir andlega styrkinn í liðinu að koma hérna og berjast fram á síðustu mínútu. Svo fannst mér tækifærið vera svolítið tekið af okkur.“ Elvar viðurkenndi fúslega að frammistaða dómaranna í lokin hefði farið í taugarnar á honum og þá ekki síst eftir að leikmaður Póllands viðurkenndi að hafa fiskað villu á Elvar. „Eðlilega. Ég fæ á mig U-villu í lokin þar sem hann krækir sér í mig og hendir sér yfir bakið á mér og það er dæmt að ég hafi hent honum yfir mig. Svo kemur sami einstaklingur mínútu síðar og biðst afsökunar: „Ég varð að gera þetta, ég varð að floppa.“ - Þannig að það er svolítið leiðinlegt að heyra að leikurinn að hafi að mestu leyti skýrst á þessu.“ Hann gat þó ekki erft þessa leikrænu tilburði við pólska leikmanninn. „Menn náttúrulega bara gera allt til að vinna og hann náði að fífla dómarana í þetta skiptið. Það verður bara að hafa það en svekkjandi að fá ekki bara að klára þetta sjálfir inni á vellinum í staðinn fyrir að klára þetta á vítalínunni sem meikar engan sens.“ Elvar sagði að það væri þungt að tapa leiknum á þennan hátt enda væri markmiðið að vinna leik á mótinu og það væri sárt að það væri ekki að takast. „Þegar þú undirbýrð þig fyrir eitthvað verkefni í marga marga mánuði og ert gjörsamlega að gefa líf og sál í alla þessa leiki en nærð ekki endamarkmiðinu. Finnst einhvern veginn ekki vera sanngjörn úrslit í þessu. Jú, þeir spiluðu frábærlega í dag og áttu þetta skilið en mér fannst bara mómentið tekið af okkur sem hefði bara verið hægt að sleppa og leyfa okkur að útkljá þetta. Þetta er mjög sárt en hvað getum við gert?“ Hvað geta íslensku strákarnir gert? Þeir geta tekið jákvæðu punktana úr þessum leik, þessa ótrúlegu endurkomu og baráttuandann sem liðið sýndi í kvöld. „Þetta er styrkurinn í liðinu, þessi andlegi styrkur. Mér fannst við eiga meira púður inni en þeir í lokin og var alveg sannfærður um að við myndum taka þetta. Bara svo ótrúlega svekkjandi að geta ekki klárað síðasta dæmið sem allir eru að bíða eftir. Þessir stuðningsmenn sem við erum með, okkur leið eins og við værum á heimavelli í dag. Þetta er hvílík upplifun og svo mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna svíður það svo ótrúlega mikið að fá ekki að klára einn leik. En við eigum Slóveníu næst og ég segi bara aftur. Við förum í þann leik til að vinna.“ Klippa: Elvar eftir leik
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
„Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20
Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37