Sport

Hjátrú ræður för

Næstu Ólympíuleikar munu hefjast í Kína þann 8. 8. 2008 klukkan 8 um kvöldið í höfuðborginni Peking og er mikil og góð sátt um þessa dagsetningu þar sem talan 8 þykir mikil happatala í landinu. Hjátrú er ríkjandi hjá flestum þegnum landsins og þykir fátt boða betra fyrir leikana en að hefja þá þennan ákveðna dag á slaginu átta. Margar hindranir eru þó enn í veginum áður en þeir hefjast. Mengun er með mesta móti í Peking og hefur þurft að grípa til gríðarlegra aðgerða vegna þess. Þannig hefur mörgum verksmiðjum verið skipað að færa sig úr borginni en slíkt er augljóslega ekkert áhlaupaverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×