Öskur og læti á Old Trafford 5. nóvember 2004 00:01 Lúðvík Gunnarsson heitir 24 ára nemi í KHÍ en hann hreppti aðalvinninginn í draumaliðsleik Vísis og Lengjunnar á dögunum. Lúðvík hlaut í verðlaun ferð með öllu fyrir tvo á leik Manchester United og Arsenal og Liverpool-Charlton í boði Lengjunnar og Vísis þann 23. nóvember sl. Lúðvík hefur aldrei áður farið á leik í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hins vegar séð leik á Spáni þegar hann sá Real Betis og Real Sociedad. Lúðvík sem heldur með Arsenal náði þar með að sjá draumaliðið sitt í fyrsta sinn og sagði í spjalli við visir.is að ferðin hefði verið ógleymanleg. "Því miður tapaði liðið mitt í pílagrímsferðinni en við erum ennþá í skyjunum með ferðina." sagði Lúðvík en hann bauð kærustunni sinni Guðrúnu Jónsdóttur með í ferðina. "Þetta var 3 daga ferð sem gerði okkur kleift að spóka okkur aðeins um. Við fórum út á laugardagsmorgninum og fórum á Liverpool - Charlton eftir að við lentum í Manchester. Svo höfðum við sérstaklega gaman að töflufundinum með Guðjóni Þórðarsyni." saði Lúðvík meðal annars en ÍT ferðir standa fyrir alls kyns uppákomum í ferðum sínum á leiki í enska boltanum. Lúðvík og Guðrún fóru á sunnudagsmorgninum á skemmtistað í miðborg Manchester þar sem m.a. var á dagskrá töflufundur með Guðjóni Þórðarsyni sem 200 manna hópur á vegum ÍT-ferða hlýddi á. Lúðvík segir að stemningin á leikjunum tveimur hafi verið ólík. "Við heyrðum meira hvað áhorfendurnir voru að syngja á Anfield í leik Liverpool og Charlton en á Old Trafford var meira um öskur og læti." sagði hinn lukkulegi vinningshafi sem segist pottþétt ætla að skella sér aftur á leik í Englandi.Kærastan Guðrún Jónsdóttir naut góðs af því að Lúðvík stóð sig vel í draumaliðsleiknum en sjálfsögðu bauð hann henni með í herlegheitin.MYND/LÚÐVÍK Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Lúðvík Gunnarsson heitir 24 ára nemi í KHÍ en hann hreppti aðalvinninginn í draumaliðsleik Vísis og Lengjunnar á dögunum. Lúðvík hlaut í verðlaun ferð með öllu fyrir tvo á leik Manchester United og Arsenal og Liverpool-Charlton í boði Lengjunnar og Vísis þann 23. nóvember sl. Lúðvík hefur aldrei áður farið á leik í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hins vegar séð leik á Spáni þegar hann sá Real Betis og Real Sociedad. Lúðvík sem heldur með Arsenal náði þar með að sjá draumaliðið sitt í fyrsta sinn og sagði í spjalli við visir.is að ferðin hefði verið ógleymanleg. "Því miður tapaði liðið mitt í pílagrímsferðinni en við erum ennþá í skyjunum með ferðina." sagði Lúðvík en hann bauð kærustunni sinni Guðrúnu Jónsdóttur með í ferðina. "Þetta var 3 daga ferð sem gerði okkur kleift að spóka okkur aðeins um. Við fórum út á laugardagsmorgninum og fórum á Liverpool - Charlton eftir að við lentum í Manchester. Svo höfðum við sérstaklega gaman að töflufundinum með Guðjóni Þórðarsyni." saði Lúðvík meðal annars en ÍT ferðir standa fyrir alls kyns uppákomum í ferðum sínum á leiki í enska boltanum. Lúðvík og Guðrún fóru á sunnudagsmorgninum á skemmtistað í miðborg Manchester þar sem m.a. var á dagskrá töflufundur með Guðjóni Þórðarsyni sem 200 manna hópur á vegum ÍT-ferða hlýddi á. Lúðvík segir að stemningin á leikjunum tveimur hafi verið ólík. "Við heyrðum meira hvað áhorfendurnir voru að syngja á Anfield í leik Liverpool og Charlton en á Old Trafford var meira um öskur og læti." sagði hinn lukkulegi vinningshafi sem segist pottþétt ætla að skella sér aftur á leik í Englandi.Kærastan Guðrún Jónsdóttir naut góðs af því að Lúðvík stóð sig vel í draumaliðsleiknum en sjálfsögðu bauð hann henni með í herlegheitin.MYND/LÚÐVÍK
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira