Erlent

Fleiri voðaverk í Belgíu

Franskur skógarvörður hefur viðurkennt hafa hafa myrt sex kornungar stúlkur, og er grunaður um að hafa myrt þrjár til viðbótar. Morðin voru framin í Frakklandi og Belgíu. Í Belgíu eru menn skelfingu lostnir yfir þeim möguleika að þarna sé í uppsiglingu annað mál í líkingu við mál nauðgarans og barnamorðingjans Marks Dutroux, sem nýlega var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ódæðisverk sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×