Erlent

Sprengja til að mótmæla kosningum

Á þriðja tug slasaðist í tveimur öflugum sprengingum í borginni Jalalabad í Afganistan í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver týndi lífi. Íslamskir öfgamenn hafa heitið því að koma í veg fyrir frjálsar kosningar sem fram eiga að fara í september, og hafa þeir staðið fyrir fjölda hryðjuverkaárása í þeim tilgangi. Síðast í gær drápu Talíbanar sextán manns eftir að í ljós kom að fólkið hafði skráð sig sem kjósendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×