Erlent

Bremer dauðfeginn

Paul Bremer, fyrrverandi landstjóri í Írak, kveðst vera dauðfeginn að vera kominn aftur heim til Bandaríkjanna. Bremer talaði við fréttamenn, í dag, á flötum Hvíta hússins, og sagði að hann harmaði að ekki skyldi hafa tekist betur að koma á friði í landinu, áður en hann lét af embætti. Bremer var spurður að því hvort hann óttaðist að fylgismenn Saddams myndu reyna að brjótast inn í fangelsi hans og frelsa hann, eftir að Írakar tækju við gæslu hans. Bremer sagði að sér fyndist líklegra að fólk myndi ráðast á fangelsið til þess að hakka hann í spað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×