Erlent

Nafn komið á nýju Potter bókina

J.K. Rowling, höfundur hinna vinsælu bóka um Harry Potter, hefur gefið upp nafnið á næstu bók um galdradrenginn sem verður sú sjötta í röðinni. Nýja bókin mun heita Harry Potter and the Half Blood Prince. Þetta tilkynnti Rowling á heimasíðu sinni, hún sagði þó ekkert um hvenær bókin væri væntanleg. Ýmsir höfðu velt fyrir sér hvert nafnið yrði á nýju bókinni og meðal þeirra nafna sem komu upp á yfirborðið voru: Harry Potter og máttarstólpi þungmelta matarins, og Tánöglin á Icklibogg. Fyrstu fimm bækurnar um Harry Potter hafa verið seldar í 250 milljónum eintaka um allan heim. Þrjár myndir hafa verið gerðar eftir bókunum um Harry og er sú fjórða, Harry Potter og eldhnötturinn, væntanleg í kvikmyndahús í nóvember 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×