Jafntefli í risaslag 15. júní 2004 00:01 Hollendingar og Þjóðverjar, sem hafa margan hildinn háð í gegnum tíðina, skildu jafnir, 1-1, í leik liðanna í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað, taugaspennan var mikil og þegar leik var lokið gátu bæði lið verið sátt við stigið. Hollendingar byrjuðu leikinn mun betur, réðu ferðinni fyrstu mínúturnar og pressuðu Þjóðverja stíft án þess þó að ná að skapa sér marktækifæri að ráði. Þjóðverjar komust síðan betur inn í leikinn og náðu forystunni eftir hálftíma með marki frá Torsten Frings beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Eftir markið náðu Þjóðverjar yfirrráðum á vellinum og stjórnuðu leiknum. Það var ekki fyrr en Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga, skipti framherjanum Pierre van Hooijdonk inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir sem Hollendingar vöknuðu til lífsins. Þeir byrjuðu að pressa Þjóðverja stift og uppskáru jöfnunarmark þegar tíu mínútur voru eftir. Andy van der Meyde vann boltann af miklu harðfylgi, sendi boltann á nærstöng þar sem Ruud van Nistelrooy var mættur og skoraði glæsilegt mark úr þröngu færi með þýska varnarmanninn Christian Wörns á bakinu, óverjandi fyrir afmælisbarnið Oliver Kahn, sem hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær. Það sem eftir lifði leiks pressuðu Hollendingar stíft án árangurs og þurftu bæði lið að sætta sig við skiptan hlut. Dietmar Hamann, miðjumaður Þjóðverja, var ósáttur í leikslok. "Við vorum komnir með hreðjatak á Hollendingum en síðan kom þetta jöfnunarmark eins og skrattinn úr sauðarleggnum - frábær afgreiðsla. Jafntefli voru sennilega sanngjörn úrslit en mér fannst við eiga skilið að vinna. Við vorum betri aðilinn og getum nagað okkur í handarbökin fyrir að klára ekki leikinn," sagði Hamann. Ruud van Nistelrooy, hetja Hollendinga, var hins vegar í sjöunda himni eftir leikinn. "Það hefði verið skelfilegt fyrir okkur að tapa leiknum en sem betur fer endaði þetta vel. Við vissum að Þjóðverjar yrðu erfiðir og sýndum karakter með því að berjast áfram og ná jafntefli," sagði van Nistelrooy. Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Hollendingar og Þjóðverjar, sem hafa margan hildinn háð í gegnum tíðina, skildu jafnir, 1-1, í leik liðanna í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað, taugaspennan var mikil og þegar leik var lokið gátu bæði lið verið sátt við stigið. Hollendingar byrjuðu leikinn mun betur, réðu ferðinni fyrstu mínúturnar og pressuðu Þjóðverja stíft án þess þó að ná að skapa sér marktækifæri að ráði. Þjóðverjar komust síðan betur inn í leikinn og náðu forystunni eftir hálftíma með marki frá Torsten Frings beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Eftir markið náðu Þjóðverjar yfirrráðum á vellinum og stjórnuðu leiknum. Það var ekki fyrr en Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga, skipti framherjanum Pierre van Hooijdonk inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir sem Hollendingar vöknuðu til lífsins. Þeir byrjuðu að pressa Þjóðverja stift og uppskáru jöfnunarmark þegar tíu mínútur voru eftir. Andy van der Meyde vann boltann af miklu harðfylgi, sendi boltann á nærstöng þar sem Ruud van Nistelrooy var mættur og skoraði glæsilegt mark úr þröngu færi með þýska varnarmanninn Christian Wörns á bakinu, óverjandi fyrir afmælisbarnið Oliver Kahn, sem hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær. Það sem eftir lifði leiks pressuðu Hollendingar stíft án árangurs og þurftu bæði lið að sætta sig við skiptan hlut. Dietmar Hamann, miðjumaður Þjóðverja, var ósáttur í leikslok. "Við vorum komnir með hreðjatak á Hollendingum en síðan kom þetta jöfnunarmark eins og skrattinn úr sauðarleggnum - frábær afgreiðsla. Jafntefli voru sennilega sanngjörn úrslit en mér fannst við eiga skilið að vinna. Við vorum betri aðilinn og getum nagað okkur í handarbökin fyrir að klára ekki leikinn," sagði Hamann. Ruud van Nistelrooy, hetja Hollendinga, var hins vegar í sjöunda himni eftir leikinn. "Það hefði verið skelfilegt fyrir okkur að tapa leiknum en sem betur fer endaði þetta vel. Við vissum að Þjóðverjar yrðu erfiðir og sýndum karakter með því að berjast áfram og ná jafntefli," sagði van Nistelrooy.
Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira