Erlent

Arnold bannar náriðla

Náriðlar mega ekki lengur stunda það tómstundagaman sitt að eiga mök við lík í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri þar, undirritaði í gær lög sem banna þá iðju. Hingað til hefur ekkert hamlað náriðlum að fara sínu fram, nema þá þegar þeir brjótast inn í líkhús til þess. Þeir sem störfuðu í líkhúsum máttu hins vegar þar til í gær gera eins og þeim hentaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×