Erlent

Óeirðir í Istanbúl

Um það bil þrjátíu manns eru slasaðir eftir óeirðir í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Óeirðirnar brutust út þar sem um tvö þúsund manns komu saman til þess að mótmæla leiðtogafundi NATO í borginni. Æstur múgurinn kastaði grjóti og bensínsprengjum að lögreglunni sem svaraði með táragasi og vatnsfallbyssum. Leiðtogar NATO vissu þó ekkert af þessu þar sem óeirðirnar voru um þrjá kílómetra frá fundarstað þeirra. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar vegna fundarins. Nokkrir staðir voru tilgreindir þar sem fólk getur komið saman til þess að mótmæla en enginn þessara staða er í grennd við fundarstaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×