Innlent

Framfaraskref í þjónustu FSA

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, tók s.l. miðvikudag formlega í notkun nýtt og mjög öflugt segulómtæki á myndgreiningardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Reiknað er með að 800 til 1000 sjúklingar af landsbyggðinni muni njóta góðs af tækinu árlega en sex til átta vikna bið hefur verið eftir að komast í sambærilegt tæki í Reykjavík. Fram kom í máli heilbrigðisráðherra við vígsluna að hann teldi að með tækinu væri stigið risaskref varðandi þjónustu FSA við sjúklinga á svæðinu. "Þetta tæki skapar nýja möguleika til rannsókna, eykur þjónustu við fólkið á svæðinu og styrkir stöðu spítalans sem hátæknispítala," sagði Jón. Tækið er keypt á fimm ára rekstrarleigusamningi, með möguleika á framlengingu til tveggja ára, og er árlegur kostnaður við samninginn um 30 milljónir króna en verður lægri á framlengingartímanum, verði hann nýttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×