Innlent

Kvartað árlega undan umönnun

Landlæknisembættinu berast 3 til 4 kvartanir árlega vegna ónógrar umönnunar og hjúkrunar aldraðra sem dvelja á stofnunum, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Embættið hefði þurft að grípa inn í mál af þeim sökum, einkum þá með eftirliti "Það er ekki um að ræða margar kvartanir á ári, en þó alltaf einhverjar," sagði Matthías og bætti við að það væru þá aðstandendur sem kæmu kvörtununum á framfæri. Embættið myndi þá sjá til þess að fólk gæti leitað réttar síns eða passað upp á að ekki væru einhverjir að störfum,sem ekki teldust til þess hæfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×