Innlent

Jórturdýrafita gegn offitu

Vísbendingar eru um að fitusýra í fitu jórturdýra geti veitt vörn gegn offitu, krabbameinum og hjartasjúkdómum. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er greint frá því að Handbók um hollustu lambakjöts, sem er nýútkomin, greini frá rannsóknum sem tengjast kenningum sem haldið hefur verið á lofti um óhollustu dýrafitu. "Það má því segja að upp sé komin ný staða varðandi hollustu lambafitu," er haft eftir Ólafi Reykdal matvælafræðingi. Fitusýran sem um ræðir er konjugerjuð línolsýra, en hún á uppruna sinn í gerjun í vömb jórturdýra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×