Fischer fær dvalarleyfi 15. desember 2004 00:01 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira