Innlent

Tónlistarkennarar í Karphúsinu

Tónlistarkennarar og sveitarfélögin sátu sinn sautjánda fund með ríkissáttasemjara í gær. Stefnt er að því að ná samningum fyrir jól. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarskólakennara, segir launaliðina verða rædda í dag og á laugardag. Þá komi í ljós hve mikið beri á milli samninganefndanna. Umræða um verkfallsaðgerðir hafi ekki farið fram. Sigrún segir stefnt að frekari leiðréttingu kjara tónlistarkennara frá síðasta samningi. Þeir hafi dregist aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum í launum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×