Innlent

15% hverfa frá háskólanámi

Nær fimmtán prósent nemenda á háskólastigi hættu eða gerðu hlé á námi sínu milli haustanna 2002 og 2003. Brottfall er meira meðal karla en kvenna. 16,5 prósent karla sem stunduðu nám á haustönn 2002 komu ekki aftur í nám á haustönn 2003. Sama hlutfall kvenna var 13,6 prósent, samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands. Sambærileg könnun var gerð árin 1997 til 1998 og var brotthvarf þá hlutfallslega jafnmikið og nú. Rúmlega helmingur brottfallshópsins þá hóf háskólanám að nýju síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×