Innlent

Ferðum Herjólfs fjölgi

Forsvarsmenn útvegsbænda og fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum funduðu með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Hjálmari Árnasyni alþingismanni til að ræða samgöngumál Eyjamanna. Fékk Halldór afhenta áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún stuðli að því að ferðum Herjólfs fjölgi í 13 ferðir á viku, frá og með áramótum. Í áskoruninni segir að fjölgun ferða Herjólfs sé til hagsbóta fyrir sjávarútvegsfyrirtækin í Vestmannaeyjum. Forsætisráðherra er sagður hafa tekið erindinu vel og hyggst kynna það á vettvangi ríkisstjórnarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×