Innlent

Fékk nætursjónauka að gjöf

Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk í gær afhenta nætursjónauka að gjöf frá tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum. Nætursjónaukinn mun fara í björgunarskip félagsins til að auðvelda áhöfnum þeirra leit og björgun að nóttu til. Gjöfin var afhent um borð í Einari Sigurjónssyni, einu af björgunarskipum félagsins. Í tilefni af gjöfinni var farið í stutta siglingu út fyrir Hafnarfjörð þar sem nætursjónaukarnir voru prófaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×