Innlent

Evrópsku bankasamtökin áfrýja líka

MYND/Vísir
Evrópsku bankasamtökin FBE hafa áhyggjur af stórum hlut ríkissjóðs á íbúðalánamarkaði hér á landi og hafa því ákveðið að taka þátt í áfrýjun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja til EFTA-dómstólsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé til marks um hversu alvarlegum augum FBE líti þróun mála hér á landi. Meginforsenda ákvörðunar FBE sé sú alvarlega staða sem kann að skapast á evrópskum fjármálamarkaði, ef jafn opin túlkun á undanþáguákvæðum ríkisstyrkjareglna EES-samningsins og fram kemur í úrskurði ESA yrði staðfest af EFTA-dómstólnum. FBE telja núverandi aðkomu ríkisins að íslenskum húsnæðislánamarkaði brot á EES-samningnum og gangi þvert gegn framþróun evrópsks fjármálamarkaðar í átt til aukinnar frjálsrar samkeppni og minni ríkisafskipta. FBE eru heildarsamtök evrópskra banka. Aðild að samtökunum eiga 4500 bankar, smáir sem stórir, frá 26 ríkjum Evrópu með samtals yfir 2,3 milljónir starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×