Innlent

Tíundi hver í óhollustu

Um sextíu prósent landsmanna telja sig borða hollan mat samkvæmt skoðanakönnun Neytendasamtakanna. Ellefu prósent segjast borða óhollan mat. Um helmingur aðspurðra taldi grundvallaratriði í heilbrigðu mataræði að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag en litlu máli virtist skipta þótt of mikið væri borðað af fitu, sykri eða salti. Tólf prósent aðspurðra hugsa ekkert um næringargildi og hollustu fæðu. Í 34 prósent tilfella sagði fólk að megrun væri aðalhvatinn að heilnæmu mataræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×