Innlent

Fischer kveðst vera í lífshættu

Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fullyrðir að honum sé bráður bani búinn í bandarísku fangelsi og sækir fast að fá hæli hér á landi. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá Fischer framseldan til Bandaríkjanna en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann, með því að heyja skákeinvígi við Boris Spassky í Júgóslavíu, fyrir meira en áratug síðan. Í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag sagði hann farir sínar ekki sléttar. Hann fullyrti að bandarísk yfirvöld vilji setja sig í fangelsi þar í landi til að myrða hann vegna þess að hann hafi talað gegn gyðingum og unnið gyðinga í skák. Það líkaði Bandaríkjamönnum ekki því þeir búi í gyðingalandi.  Spurður hvort hann vilji setjast að á Íslandi til frambúðar eða líti aðeins á landið sem hugsanlegan viðkomustað á leiðinni annað segist Fischer fyrst af öllu vilja komast frá Japan sem hann kallar „ógeðslegt“ land. Hann hefur haft samband við sendiherra Íslands í Japan og hringt í formann Útlendingastofnunar og óskað eftir fyrirgreiðslu. Hann mun einnig hafa sent Davíð Oddssyni utanríkisráðherra beiðni vegna þessa og vonast eftir að fá pólitískt hæli hér á landi. Fischer segir þetta hreinlega vera „sjúklegan brandara“ sem hafi gengið of langt. Hægt er að horfa á viðtalið við Fischer, sem og viðtal við Sæmund Pálsson, vin Fischers, og Helga Ólafsson, stórmeistara í skák, í Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×