Innlent

Af eftirlitslista Sambandsins

Fjármál Mýrdalshrepps eru ekki lengur undir smásjá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir skýringar sveitarfélagsins hafa verið fullnægjandi. "Miðað við íbúafjölda er sveitarfélagið ekki verulega skuldugt. Skuldbindingar sveitarfélagsins eru um 180 milljónir," segir Sveinn en það eru um 370 þúsund krónur á hvern íbúa. Sveinn segir ekki útlit fyrir að endar náist saman á næsta fjárhagsári. Skuldir síðasta árs hafi verið um tólf milljónir og þetta ár verði þær um fjórar milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×