Innlent

Brú yfir Kolgrafarfjörð vígð í dag

Nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi verða formlega opnuð í dag. Brúin sjálf er 230 metrar, og skipar sér í hóp lengstu brúa á landinu, og síðan eru hálfs kílómeters landfyllingar við báða enda. Þar bætast við nýir vegakaflar og tengjast þjóðveginum. Með tilkomu þessarar vegabótar styttist leiðin á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar um rúma sjö kílómetra og sömuleiðis á milli Ólafsvíkur og Stykkishólms. Með tilkomu þessa vegar má segja að uppbyggingu vega á norðanverðu Nesinu sé lokið að sinni. Aðrir merkir áfangar á leiðinni er vegurinn undir Ólafsvíkurenni, á milli Ólafsvíkur og Rifs, og fyrir Búlandshöfða á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Loks má nefna hina nýju Vatnaleið suður yfir Nesið sem leysti Kerlingarskarðið af hólmi. Þessar vegabætur eru meðal annars forsenda þess að að ráðist var í stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði sem þjónar sveitarfélögunum beggja vegna við Grundarfjörð og reyndar Snæfellsnesi öllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×