Innlent

Þrjár bílveltur í nótt

Þrjár bílveltur urðu í Árnes- og Rangárvallasýslum í gærkvöldi og í nótt. Sú fyrsta varð við Ingólfshvokl laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaður og farþegi voru fluttir á heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar, en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið mikil. Rúmri klukkustund síðar valt bíll á Suðurlandsvegi við Þórustaðanámur, en meiðsl urðu ekki á fólki. Og á sjötta tímanum í morgun valt bíll við Hamrahvol, en engan sakaði. Í öllum tilfellum urðu að sjálfsögðu skemmdir á bílum. Lögreglan á Selfossi varar ökumenn við mikilli hálku. Að sögn hennar er sæmilegt á milli Reykjavíkur og Selfoss, en þar fyrir austan er glerhálka og ástæða til þess að aka með sérstakri gát.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×